Helgafell um helgina - 16. febrúar

Næsta fjallganga útivistar- og fjallgönguhópsins ÍÞR141 verður laugardag 16. febrúar. Í þetta sinn skal sigra Helgafell i Mosfellssveit. Lagt verður af stað með rútu frá FÁ kl 9:00 laugardagsmorgun og stefnt er á að koma heim um kl 14:00.
Veður eru válynd um þessar mundir og fólk því beðið um að koma vel búið og með gott nesti og svo til nýja skó.

Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð;
tífaldar þakkir því ber færa
þeim sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga fjalli á.

Lífshlaupið á góðum spretti

Þátttaka er góð í Lífshlaupinu og hver veit nema FÁ standi uppi sem sigurvegari, en það er ekki hlaupið að því að sigra nema menn leggi hart að sér. Þrjátíu mínútur á dag! Það er hægt að hreyfa sig á ýmsan máta, til dæmis er það góð hreyfing að taka þátt í borðtennismótinu sem nú er í gangi á Steypunni. Og ekki gleyma að skrá hlaup og aðra hreyfingu í Lífshlaupið.

Skautahöllin í dag - 11:30! - Lífshlaupið

Í dag, miðvikudaginn 6.febrúar byrjum við lífshlaupið af krafti og allir nemendur, kennarar og starfsmenn skólans ætla að steðja í Skautahöllina í Laugardal. Kennarar gefa frí frá kennslu kl.11:30 í dag. Merkt verður við nemendur á nafnalistum í Skautahöllinni. Gengið verður frá skólanum kl.11:30, en skólinn hefur leigt svellið frá kl.11:45 – 12:30.

Lífshlaupið hefst 6. febrúar.

Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6.febrúar og stendur framhaldsskólakeppnin til 19. febrúar eða í tvær vikur.
Eins og alltaf er Fjölbrautaskólinn við Ármúla skráður til leiks en FÁ hefur sigrað í framhaldsskólakeppninni, í flokki skóla með 400-999 nemendur, árin 2016, 2017 og 2018. Nú skal enn hlaupið til sigurs.

Miðvikudaginn 6.febrúar er ætlunin að byrja lífshlaupið af krafti og stefna öllum nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans í Skautahöllina í Laugardal. Kennarar gefa frí frá kennslu kl.11:30 þennan dag. Merkt verður við nemendur á nafnalistum í skautahöllinni. Gengið verður frá skólanum kl.11:30, en skólinn hefur leigt svellið frá kl.11:45 – 12:30. ....smella hér  til að lesa meira.

Það birtir, léttist brún

Kyndilmessa: Sólris 10:05 - sólarlag 17:18 - myrkur 18: 14

Ef í heiði sólin sést, 

á sjálfa kyndilmessu

snjóa vænta máttu mest

maður upp frá þessu.

 

Á þessum degi var á miðöldum einnig farin mikil skrúðganga innan kirkju og utan og um kirkjugarð. Bar þá hver maður logandi kerti, bæði klerkalið og söfnuður. Af þessi öllu fékk hátíðin nafnið missa candelarum sem þýðir kertamessa. Kveikjum á kertum þegar kvöldar og minnumst alls þess góða sem við njótum.

Góður staður til að vera á...

Bókasöfn eru hjarta hvers skóla eða kannski öllu heldur heilabú skólans. Það fer ósköp lítið fyrir þeim en ef þessi líffæri hætta að starfa er fokið í flest skjól. Bókasafnið býður fram faðm sinn öllum þeim sem hungrar og þyrstir í þekkingu og visku. Safnið er opið frá kl. 8.00-16.30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum kl. 8.00-15.00.

Regnbogi yfir FÁ

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að tveir nemendur skólans hafa nú stofnað hinseginfélag FÁ fyrir alla nemendur í hvers kyns pælingum varðandi kynímynd sína eða kynheigð. Félagið stendur fyrir spjallgrúppu hinsegin nemenda á föstudögum kl. 11:40-12:00 í stofu M302. Þar er fullum trúnaði heitið og vonandi mæta allir þeir nemendur sem eru að hugleiða þessi mál. Félagið stefnir á að halda fræðsluviðburði um hinsegin málefni í vetur og við hvetjum sem flest til að smella þumli á Facebooksíðu félagsins

Þú veist að vin þú átt...

Vonandi vita flestir í FÁ að SETRIÐ er opið alla daga. Í setrinu er hægt að fá frið og ró til þess að læra, hugleiða, biðja og hugsa en einnig er stundum hægt að fá þar aðstoð við námið frá sér vísari mönnum. SETRIð er vin. Það er gott að eiga vin. Setrið er að finna í stofu A103.

Fjarnám - skráning í gangi

Skráning í fjarnám við FÁ stendur fram til 15. janúar. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem ekki eiga auðveldlega heimangengt á daginn en geta notað kyrrð og ró heimilisins til þess að lesa og læra, hvort sem þeir halda heimili á jörðinni eða tunglinu. Allt að 90 áfangar í boði. Kannið möguleikana hér síðunni og smellið á FJARNÁM -tengilinn hér að ofan.

Vitið þér enn...

Nú er fyrst skóladagurinn að baki en sem betur eru eru heilmargir framundan svo það er ekkert að óttast. Vonandi hefur flestum líkað vel við þann veruleika sem blasti við þeim í morgun, að baki langt jólafrí og munaður og nú er að setja í gírinn og koma sér af stað.

Nú á miðvikudaginn, 9. janúar keppir lið FÁ við lið Menntaskóla Borgarfjarðar í Gettu betur. Viðureignin fer fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti og hefst kl. 20:00. Það væri gaman að nemendur mættu í útvarpshúsið til þess að styðja sitt fólk. Lið FÁ er skipað eftirtöldum nemendum:
Bryndísi Sæunni S Gunnlaugsdóttur
Elínrós Birtu Jónsdóttur
Jóni Daða Skúlasyni

Þjálfari liðsins er Ísak Hallmundarson, fyrrum nemandi skólans. Við óskum liðinu góðs gengis.