Allt í rusli
Það eru brögð að því að sumir átti sig ekki á hvaða rusl á heima í hvaða tunnu. En þetta er einfalt:
a) Bláu plastkassarnir í kennslustofunum eru eingöngu ætlaðar fyrir pappír.
b) Ruslatunnur við vaska í sumum stofum (S og A-álmu) eru eingöngu fyrir handþurrkur.
c) Ál má fara með plasti í grænu tunnuna.
d) Svarta tunnan á horni N- og M-álmu er eingöngu fyrir það sem ekki á að fara í hinar tunnurnar. Allt rusl sem ekki má endurvinna.
Nemendur í umhverfisráði eru að vinna að nýjum leiðbeiningum til að setja á tunnulokin og nýjar tyggjódósir að komast í gagnið.