Af því að það er þarna...
Menn ganga á fjöll af því að þau eru þarna. Og hvað jafnast á við það að sitja á háum tindi og horfa yfir landið?
Núna á laugardaginn, 6. okt. ætla nemendur í útivistaráfanganum að vísu ekki að klífa Hraundranga heldur Helgafell við Kaldársel. Það verður að duga í bili. Lagt verður upp frá FÁ á klukkan 9:00 á laugardaginn og kostar eitt þúsund krónur fyrir þá sem skrá sig fyrir hádegi á föstudag.