Fyrsti Árdagur er í dag.
Í dag, 27. febr. eftir hádegi munu allir nemendur í FÁ safnast saman í Salnum og skipa sér í það lið sem þeir hafa valið; rautt lið, blátt lið, grænt lið og hvaðeina og skipuleggja sig og skreyta fyrir morgundaginn en á morgun þurfa liðin að leysa þrautir, vonandi ekki of léttar, til þess að vinna sér inn stig. Keppninni á morgun lýkur klukkan 12 og þá verður öllum boðið upp á pítsur. Eftir staðgóða máltíð verður verðlaunaafhending þar sem það lið sem vinnur sér inn flest stig fær vegleg verðlaun. Ekki má gleyma aukaverðlaununum sem allir fá en nemendur geta fengir fjögur fjarvistarstig dregin frá fyrir hvorn dag, samtals átta stig svo það er til mikils að vinna.