Fyrsti Árdagur er í dag.

Í dag, 27. febr. eftir hádegi munu allir nemendur í FÁ safnast saman í Salnum og skipa sér í það  lið sem þeir hafa valið; rautt lið, blátt lið, grænt lið og hvaðeina og skipuleggja sig og skreyta fyrir morgundaginn en á morgun þurfa liðin að leysa þrautir, vonandi ekki of léttar, til þess að vinna sér inn stig. Keppninni á morgun lýkur klukkan 12 og þá verður öllum boðið upp á pítsur. Eftir staðgóða máltíð verður verðlaunaafhending þar sem það lið sem vinnur sér inn flest stig fær vegleg verðlaun. Ekki má gleyma aukaverðlaununum sem allir fá en nemendur geta fengir fjögur fjarvistarstig dregin frá fyrir hvorn dag, samtals átta stig svo það er til mikils að vinna.

Árdagar í aðsigi!

Nú verður gaman þessa viku. Nú verða Árdagar. Árdagar FÁ verða haldnir eftir hádegi miðvikudaginn 27. febrúar og fyrir hádegi fimmtudaginn 28. febrúar. Kennt er til kl. 12:30 miðvikudag. Dagarnir verða með svipuðu sniði og síðustu ár, þ.e.a.s. að nemendur skipta sér í lið og starfsmenn leggja fyrir þá þrautir. Eftir hádegi á miðvikudeginum munu nemendur „skreyta sig sjálfa“ í stað þess að skreyta stofur. Notast verður við liti og nemendur geta unnið með sína litasamsetningu.

Fyrir hádegi á fimmtudag, frá kl. 9:00 til 12:00 verður síðan keppni á milli liða. Starfsmenn verða í 10 stofum/rýmum þennan morgun og leggja þrautir fyrir liðin. Keppninni lýkur kl. 12:00 og þá verður öllum keppendum og starfsmönnum boðið upp á pítsur. Að því loknu er verðlaunaafhending.

Glæsilegri kvikmyndahátíð lokið

Það voru glæsileg verðlaun sem féllu í skaut sigurvegara Kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna og sannarlega til mikils að vinna. Það var Hulda Heiðdal Hjartardóttir úr Borgarholtsskóla sem fór hlaðin verðlaunum enda fékk hún þrenn verðlaun fyrir myndina Skuggalönd, besta stuttmyndin, best leikna myndin og besta myndatakan. Geri aðrir betur. Myndin Ghosttbusters a fan film: Draugurinn eftir Andra Óskarsson úr þótti besta tæknilega útfærslan. Áhorfendaverðlaun féllu síðan í skaut Brynjari Leó og Gabríel Elí, annar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hinn Tækniskólanum. FÁ reið ekki feitum hesti frá kvikmyndahátíðinni í þetta sinn en í fyrra sópuðust verðlaunin til FÁ. Og svo kemur hátíð að ári.

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna ´19

Það er bíó þessi helgi. Hátíðin verður sett kl. eitt á morgun laugardag og stendur fram til að verða fimm. Sama gildir um sunndaginn 17. janúar en þá lýkur hátíðinni með verðlaunaafhendingu. Fimm skólar eiga myndir á hátíðnni og er FÁ þar með alls sex myndir, Borgarholtsskóli sýnir fjórar, Ísfirðingar tvær og Fjölbraut Breiðholit og Menntaskólinn á Egilsstöðum eru með eina mynd hvor.

Það má enginn láta þessa hátíð fram hjá sér fara - um að gera að fylgjast með hvað er að gerjast og gerast í listrænu höfði okkar skapandi nemenda. Semsagt, takið frá dagana og bregið ykkur í gæðabíó.

Helgafell um helgina - 16. febrúar

Næsta fjallganga útivistar- og fjallgönguhópsins ÍÞR141 verður laugardag 16. febrúar. Í þetta sinn skal sigra Helgafell i Mosfellssveit. Lagt verður af stað með rútu frá FÁ kl 9:00 laugardagsmorgun og stefnt er á að koma heim um kl 14:00.
Veður eru válynd um þessar mundir og fólk því beðið um að koma vel búið og með gott nesti og svo til nýja skó.

Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð;
tífaldar þakkir því ber færa
þeim sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga fjalli á.

Lífshlaupið á góðum spretti

Þátttaka er góð í Lífshlaupinu og hver veit nema FÁ standi uppi sem sigurvegari, en það er ekki hlaupið að því að sigra nema menn leggi hart að sér. Þrjátíu mínútur á dag! Það er hægt að hreyfa sig á ýmsan máta, til dæmis er það góð hreyfing að taka þátt í borðtennismótinu sem nú er í gangi á Steypunni. Og ekki gleyma að skrá hlaup og aðra hreyfingu í Lífshlaupið.

Skautahöllin í dag - 11:30! - Lífshlaupið

Í dag, miðvikudaginn 6.febrúar byrjum við lífshlaupið af krafti og allir nemendur, kennarar og starfsmenn skólans ætla að steðja í Skautahöllina í Laugardal. Kennarar gefa frí frá kennslu kl.11:30 í dag. Merkt verður við nemendur á nafnalistum í Skautahöllinni. Gengið verður frá skólanum kl.11:30, en skólinn hefur leigt svellið frá kl.11:45 – 12:30.

Lífshlaupið hefst 6. febrúar.

Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 6.febrúar og stendur framhaldsskólakeppnin til 19. febrúar eða í tvær vikur.
Eins og alltaf er Fjölbrautaskólinn við Ármúla skráður til leiks en FÁ hefur sigrað í framhaldsskólakeppninni, í flokki skóla með 400-999 nemendur, árin 2016, 2017 og 2018. Nú skal enn hlaupið til sigurs.

Miðvikudaginn 6.febrúar er ætlunin að byrja lífshlaupið af krafti og stefna öllum nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans í Skautahöllina í Laugardal. Kennarar gefa frí frá kennslu kl.11:30 þennan dag. Merkt verður við nemendur á nafnalistum í skautahöllinni. Gengið verður frá skólanum kl.11:30, en skólinn hefur leigt svellið frá kl.11:45 – 12:30. ....smella hér  til að lesa meira.

Það birtir, léttist brún

Kyndilmessa: Sólris 10:05 - sólarlag 17:18 - myrkur 18: 14

Ef í heiði sólin sést, 

á sjálfa kyndilmessu

snjóa vænta máttu mest

maður upp frá þessu.

 

Á þessum degi var á miðöldum einnig farin mikil skrúðganga innan kirkju og utan og um kirkjugarð. Bar þá hver maður logandi kerti, bæði klerkalið og söfnuður. Af þessi öllu fékk hátíðin nafnið missa candelarum sem þýðir kertamessa. Kveikjum á kertum þegar kvöldar og minnumst alls þess góða sem við njótum.

Góður staður til að vera á...

Bókasöfn eru hjarta hvers skóla eða kannski öllu heldur heilabú skólans. Það fer ósköp lítið fyrir þeim en ef þessi líffæri hætta að starfa er fokið í flest skjól. Bókasafnið býður fram faðm sinn öllum þeim sem hungrar og þyrstir í þekkingu og visku. Safnið er opið frá kl. 8.00-16.30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum kl. 8.00-15.00.