- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi og erum við öll spennt að hitta nemendur eftir gott sumarfrí.
Hér eru helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn:
Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 16. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Fundur með nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00.
Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 14:00.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.
Töflubreytingar fara fram 16. - 18. ágúst og fara þær fram í gegnum Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 4. september.
Kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn verður haldinn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:00. Á fundinum verður farið yfir ýmsa þætti í starfi skólans.
Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Nýnemadagur verður í byrjun september. Nánari upplýsingar verðar sendar þegar nær dregur.
Skráning í fjarnám við FÁ á haustönn hefst 16. ágúst og önnin hefst 2. september.
Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er líka gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatal næsta skólaárs.
Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.
Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári.