Útskrift FÁ 16. desember

Útskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla á haustönn 2023 fer fram í hátíðarsal skólans, laugardaginn 16. desember. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 og eru nemendur beðnir að mæta minnst hálftíma áður en athöfn hefst, eða kl. 12:30. Æfing fyrir útskriftina verður föstudaginn 15. desember kl. 16:30.

FÁ í Minecraft

Nokkrir nemendur í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur (TÖLE2SE05) endurbyggðu FÁ í tölvuleiknum Minecraft. Það var þeirra lokaverkefni í áfanganum. Hér er hægt að sjá myndband þar sem gengið er um skólann og nokkrar kennslustofur: FÁ í Minecraft

Lokaverkefni í leikjahönnun

 

Í FÁ er hægt að velja spennandi áfanga tölvuleikjahönnun, TÖHÖ2LH05. Í þeim áfanga gerðu nemendur lokaverkefni og fengu þeir frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til einfalda frummynd út frá þeirri hugmynd. 

Hægt er að sjá prófa frummyndirnar hér og sjá sýnishorn úr leikjunum hér.

Annarlok - mikilvægar dagsetningar

 

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mik­ilvæg atriði.

Síðasti kennslu­dagur er 8. des­ember en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

11. desember - Sjúkrapróf

13. desember - Einkunnir birtast í Innu.

13.desember - Prófsýning kl. 12:00 – 13:00.

14. desember - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.

15. desember - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30

16. desember - Útskrift kl. 13:00

 

FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2023

Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigraði MEMA 2023, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn, 24. nóvember.

Það var teymið “Six Flips” sem sigruðu en þau uppgötvuðu það að uggar og sporðar væru alla jafna fargað í veiðum og framleiðslu. Þetta efni vildu þau nýta.

Hugmyndin gengur út á að nýta ugga og sporða á fiskum sem er alla jafna fargað á veiðum og við framleiðslu á fiskafurðum. Eftir mikið tilraunastarf og náðu þau að þróa snakk úr uggunum sem er mjög næringarríkt en samt bragðgott. Snakkið er sérstaklega hugsað fyrir ungt fólk með ADHD eða á einhverfurófi sem sem forðast oft fisk vegna áferðarinnar. Þetta prófuðu þau sérstaklega meðal samnemanda og rann fiskurinn ljúflega niður hjá hópnum. Varan er næringarrík og bætir því næringar inntöku þessa hóps. Þetta er því mjög mikilvæg lausn þar sem hún dregur úr brottkasti á hafi, matarsóun og eykur fjölbreytni í fæðu hjá ungu fólki.

Lesa meira.

Innritun í dagskóla á vorönn 2024 stendur yfir

Innritun vegna náms á vorönn 2024 stendur yfir til 30. nóvember. Á heimasíðu skólans má finna allar upplýsingar um námið s.s. áfanga og brautir.

Innritun fer fram á Menntagátt.

Námsmatsdagur fimmtudaginn 23. nóvember

 

Fimmtudaginn 23. nóvember er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag en einhverjir kennarar kalla á nemendur sína í próf eða verkefni.

Full kennsla verður á Sérnámsbraut skólans.

Skrifstofa skólans verður lokuð.

 

Styrktartónleikar Tónsmiðjunnar

 

Í síðustu viku fóru fram nemendatónleikar hjá nemendum í Tónsmiðju skólans. Á efnisskránni var fjölbreytt tónlist og voru margir nemendur í Tónsmiðjunni að stíga á stokk í fyrsta skiptið. Það má með sanni segja að tónleikarnir voru virkilega vel heppnaðir, allir nemendur stóðu sig frábærlega og var góð stemning í salnum. Frábært tækifæri fyrir þessa nemendur að koma fram og fyrir aðstandendur og gesti að sjá það flotta starf sem fram fer í Tónsmiðju skólans.

Starfsmannahljómsveitin ÚFF flutti einnig nokkur lög við mikinn fögnuð gesta og bauð nemendafélagið upp á kakó og smákökur.

Lesa meira.

Ísan-kennarar á Bessastöðum

Í gær, á degi íslenskar tungu var hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Efnt var til móttöku fyrir fulltrúa Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál og afhenti forseti Þorbjörgu Halldórsdóttur, formanni Ísbrúar, þakkarskjal. Við í FÁ eigum tvo fulltrúa í þeim hópi en það eru þær Sigrún Eiríksdóttir (þriðja frá hægri) og Sigrún Gunnarsdóttir (lengst til hægri).

Styrktartónleikar tónsmiðju FÁ

Nemendur í tónsmiðju Fjölbrautaskólans við Ármúla ætla að halda tónleika fimmtudagskvöldið næsta, 16. nóvember kl 20:00. Tónleikarnir fara fram í matsal skólans.

Á efnisskránni verður fjölbreytt tónlist og eru margir í tónsmiðju að stíga á stokk í fyrsta sinn. Starfsmannahljómsveitin ÚFF mun einnig flytja nokkur lög.

Nemendaráðið mun bjóða upp á heitt kakó og smákökur.

Tónleikarnir eru styrktartónleikar og mun allur ágóði renna til PIETA samtakanna.

Einungis 500 krónur kostar inn og það er nóg að mæta og kaupa miða við inngang (AUR, peningur og millifærsla í boði).

Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta til að styðja við þetta flotta unga tónlistarfólk sem hefur undanfarna vikur unnið að þessari stund.

Verið öll hjartanlega velkomin