- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi og erum við öll spennt að hitta nemendur eftir gott sumarfrí.
Hér eru helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn:
Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 16. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Fundur með nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00.
Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal föstudaginn 16. ágúst kl. 14:00.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.
Töflubreytingar fara fram 16. - 18. ágúst og fara þær fram í gegnum Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 4. september.
Kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn verður haldinn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:00. Á fundinum verður farið yfir ýmsa þætti í starfi skólans.
Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Nýnemadagur verður í byrjun september. Nánari upplýsingar verðar sendar þegar nær dregur.
Skráning í fjarnám við FÁ á haustönn hefst 16. ágúst og önnin hefst 2. september.
Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er líka gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatal næsta skólaárs.
Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.
Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári.
Innritun nýnema og eldri nemenda í Fjölbrautaskólann við Ármúla er nú lokið.
Fimmtudaginn 27. júní fara starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla í sumarleyfi. Þeir mæta svo aftur til starfa miðvikudaginn 7. ágúst.
Allir nemendur skólans hafa núna fengið greiðsluseðil í heimabanka. Hjá nemendum yngri en 18 ára birtist greiðsluseðillinn hjá elsta forráðamanni. Ef greiðsluseðillinn er ekki greiddur skoðast það sem höfnun á skólavist.
Um 900 nemendur eru að jafnaði í dagskóla við Fjölbrautaskólann við Ármúla og u.þ.b. 1400 nemendur í fjarnámi. Mjög fjölbreyttar námsbrautir er að finna í skólanum; bóknám, listnám og heilbrigðistengt nám. Um 80 kennarar og 30 aðrir starfsmenn vinna að því daglega að aðstoða nemendur í námi sínu og stoðþjónusta er mjög mikil. Félagslífið í skólanum er gott og margt að gerast í hverri viku.
Tveir nemendur skólans héldu námsskeið í kvikmyndagerð í tengslum við kvikmyndahátíð Grundaskóla á Akranesi í upphafi vikunnar. Þau Ísold Ylfa Teitsdóttir og Viktor Hugi Jónsson byrjuðu á því að kynna Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna og héldu svo námskeiðið, sem var svokallað "24-hour film challenge" þar sem þau leiðbeindu nemendum í 8. 9. og 10. Grundaskóla í grínmyndagerð. Skemmst er frá því að námskeiðið gekk eins og í sögu, allir þátttakendur kláruðu myndir sínar svo að úr varð fjöldinn allur af nýjum grínmyndum.
Það var vindasamur og blautur en mjög gleðilegur dagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í dag þegar nemendur mættu til útskriftar. Alls útskrifuðust 103 nemendur frá skólanum og þar af 9 af tveimur brautum; 65 stúdentar, 35 frá heilbrigðissviði, 10 af sérnámsbraut og 3 frá nýsköpunar- og listabraut.
Af stúdentsbrautum útskrifuðust 10 af félagsfræðibraut, 3 af íþrótta- og heilbrigðisbraut 12 af náttúrufræðibraut, 26 af opinni braut, 3 af viðskipta- og hagfræðibraut og 11 með viðbótarnám að loknu starfsnámi.
Af heilbrigðissviði útskrifuðust 17 sem sjúkraliðar, 5 af heilbrigðisritarabraut, einn af lyfjatæknabraut, 6 af heilsunuddbraut og 6 af tanntæknabraut.
10 frábærir nemendur útskrifuðust af sérnámsbraut eftir 4 ára nám.
Útskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla á vorönn 2024 fer fram í hátíðarsal skólans, föstudaginn 24. maí. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 og eru nemendur beðnir að mæta minnst hálftíma áður en athöfn hefst, eða kl. 12:30. Æfing fyrir útskriftina verður fimmtudaginn 23. maí kl. 16:30.
„Þetta dýpkar þekkingu mína og viðhorf til fangelsismála,“ sagði einn nemenda við viðskipta- og hagfræðibraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla í tengslum við heimsókn nemenda í lögfræðiáfanga í fangelsið á Hólmsheiði. En í lok vorannarinnar var nemendum í áfanganum boðið, ásamt kennara áfangans, Ragnhildi B. Guðjónsdóttur, í vettvangsheimsókn í fangelsið þar sem nemendurnir urðu margs vísari um fangelsismál hérlendis.
Böðvar Einarsson, staðgengill forstöðumanns, tók einkar vel á móti hópnum og kynnti fyrir þeim starfsemi fangelsisins, sem er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi, með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga.
Fyrsta fangelsið á Íslandi sem byggt er sem fangelsi
Böðvar upplýsti nemendur m.a. um að fangelsið á Hólmsheiði sé fyrsta og eina fangelsið sem byggt er og hannað sem fangelsi á Íslandi en Litla-Hraun var byggt sem heilbrigðisstofnun í upphafi.
Gerður var góður rómur af heimsókninni en nemendum fannst fróðlegt og áhugavert að fá að kynnast starfsemi fangelsisins og skoða aðstöðuna með beinum hætti.