Freyr, nemandi í FÁ vann alþjóðlega ljósmyndsamkeppni
Freyr Thors, nemandi í FÁ vann í vikunni verðlaun fyrir ljósmyndina sína “We don´t care, do you? “ í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu.
Freyr tók þátt í samkeppni í vor á vegum Landverndar sem ber heitið Umhverfisfréttafólk og snýst um að koma umhverfismáli að eigin vali á framfæri við almenning með fjölbreyttum leiðum. Þar varð mynd Freys í öðru sæti í flokki framhaldsskólanema. Var myndin síðan send út í alþjóðlegu keppnina fyrir Íslands hönd.
Um 495 þúsund nemendur frá 43 löndum taka þátt í keppninni árlega og er hægt að vinna til verðlauna í nokkrum flokkum. Myndin hans Freys vann í flokknum Young European Reporters (YER) í flokki ljósmynda: Single photo campaign 11 - 25 years.
Ljósmyndin sem Freyr tók er ætlað að tákna tortímandi neyslu mannkyns. „Karakterinn á að tákna græðgi mannkyns og viðhorf til plánetunnar, samþjappað í einn karakter, eða einhverskonar veru“.
Verðlaunin eru mikill heiður fyrir Frey, ljósmyndakennarann Jeannette Castione og fyrir Landvernd/Grænfánann sem stendur fyrir keppninni hérlendis með verkefninu Umhverfisfréttafólk.
Við óskum Frey hjartanlega til hamingju með sigurinn!