Áhugaverður fyrirlestur
Helgi Gíslason myndhöggvar sem lengi kenndi við myndlistabraut FB heldur fyrirlestur í FÁ í dag, föstudaginn 17.nóvember klukkan 11.00. Helgi hefur haft að viðfangsefni að greina mannslíkamann á grunni módelteikningar og byggir það jafnframt á þekkingu sinni sem myndhöggvari. Helgi mun fjalla um það hvernig módelteikning og teikning mannslíkamans er grunnur í listum, hönnun og arktitektúr þar sem rannsóknarferli er fylgt í gegnum teikningu.