Vonandi bjart framundan
Það var glampandi sólskin í dag og heitt þar sem var skjól fyrir norðannepjunni. Í þessu bjarta veðri lauk sjúkraprófum við FÁ og því má segja að próftörninni sé lokið. Á þriðjudaginn 23. er svo prófasýning. En þótt léttirinn sé mikill að loknum prófum er loft samt lævi blandið. Yfirvofandi endalok FÁ sem sjálfstæðs skóla hafa dregið mátt úr mörgum og gleðin mátt víkja fyrir sorg og kvíða - það eru blikur á lofti, verður þetta í síðasta sinn sem próf verða haldin undir merkjum FÁ? (áfram)