Leiksigur!

Það var sannkallaður leiksigur hjá Leikfélagi FÁ í kvöld. Söngleikurinn Ótemjan er fjörugt og skemmtilegt sjónarspil, farsi sem byggir á kvikmyndinni 10 Things I Hate about You. Það má með sanni segja að leikhópurinn hafi farið fram úr öllum vonum og það eina slæma sem hægt er að segja um sýninguna í kvöld er að það verður erfitt að toppa hana ....(meira).

Opið hús 20. mars 16:30-18:30

Á opnu húsi skólans verða námsbrautir, félagslíf og aðstaða kynnt væntanlegum umsækjendum um skólavist.
Eru 10. bekkingar og foreldrar þeirra sérstaklega hvattir til að heimsækja skólann og kynnast starfseminni og því besta sem skólinn hefur upp á að bjóða. Sönghópur skólans mun flytja tónlist úr söngleiknum Ótemjunni og einnig munu nemendur úr Söngskóla Sigurðar Demetz flytja tónlist fyrir gesti.

Ótemjan - Frumsýning í dag, 16.mars

Í kvöld verður gaman. Leiklistarhópur FÁ frumsýnir leikverkið Ótemjuna klukkan átta í kvöld. Spennan er mögnuð. Verður leikverkið eins skemmtilegt og undanfarin ár eða sýnu betra? Það kemur í ljós í kvöld og nú ættu allir að mæta til þess að sjá hvernig til tekst en hópurinn hefur staðið í ströngu að undanförnu og við skulum vona að hæfileikafólkið okkar uppskeri eins og það sáði (meira)...

Andans næring í hádeginu

Á meðan sumir tróðu í sig mat í hádeginu nýttu aðrir meiri andans menn hádegishléð til að hlýða á fyrirlestur hjá Stefáni Braga Gunnarssyni um nanóvísindi- og öryggi. Var það mikill fróðleikur á ferð en svo má alltaf þræta um það hvort sé æðra efnið eða andinn en víst er að hvorutveggja þarf að næra.

Utansiglingar FÁ

FÁ er að verða svo frægur fyrir utanferðir nemenda að sumir halda að FÁ þýði Ferðaskrifstofa Ármúla en ekki Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nú í þessari viku er fjöldi nemenda á faraldsfæti, níu eru á leið til Stafangurs í Noregi að kynna sér jarðfræði og jarðsögu Noregs og sex nemendur eru á leið til Frakklands á vegum Erasmus-verkefnisins TAWS (Think - Act- Work - Sustainable)..(meira)

Áfram Stelpur í FÁ

Í tilefni alþjóða baráttudags kvenna sem er í dag, tóku nemendur, sem eru í kynjafræði hjá Rakel McMahon, sig til og lýstu yfir stofnun femínistafélagsins Sigríður. Við óskum félaginu alls hins besta og vonandi stendur það vörð um jafnrétti kynjanna um alla framtíð.

Rauðir unnu þrautagöngu Árdaga

Þá er Árdögum lokið og þóttu takast nokkuð vel. Mörg lið kepptust um að leysa ýmsar þrautir og þótt öll liðin ættu möguleika á að vinna þrautagönguna, fór það samt svo að Rauða liðið eða Rauðliðarnir báru sigur úr býtum. Það er vonandi að allir hafi skemmt sér hið besta og séu staðráðnir í að gera Árdaga 2018 ennþá betri en núna- sjá myndir á Feisinu.

Árdags í ljóma

Í dag, miðvikudag renna upp Árdagar. Árdagar eiga sér langa sögu í FÁ en þá daga gera menn sér dagamun og brjóta upp hversdaginn og takast á við önnur verkefni en þann venjulega og bráðnauðsynlega lærdóm sem þeir gleypa alla daga...(lesa meir)

Leikhópur FÁ kominn á fullt

Þessa dagana æfir leikhópur skólans af krafti fyrir árlega sýningu. Verkið í ár heitir Ótemjan og byggir á myndinni  "Ten Things I Hate About You“ frá 1999 sem sækir efnið í „Skassið tamið“ eftir W. Shakespeare.

Árdagar - niðurtalning hafin

Nú er ekki nema vika í Árdaga - niðurtalningin hafin, spennan eykst með hverjum degi. Sjö dagar í Árdagana og undirbúningur í fullum gangi en nemendur í LOK-hóp hafa mestan veg og vanda að undirbúningi daganna. Árdagarnir verða með sama sniði og í fyrra...