Íslenskir peningaseðlar eru vegan
Nemendur í þjóðhagfræði á viðskipta- og hagfræðibraut FÁ enduðu haustönnina með því að fara í heimsókn í Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu seðlabankastjóra, bauð nemendur velkomna í Seðlabankann og fóru þeir Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sigurður Valgeirsson yfir það helsta í starfi bankans. Góð og fróðleg svör fengust við spurningum nemenda og m.a. kom fram að gullforði Íslendinga er geymdur í London og er um tvö tonn, og íslenskir peningaseðlar eru vegan. Þeir sem vilja skoða skemmtilegt kynningarefni frá bankanum geta séð það hér .