Innritun á haustönn!

Nú og til 31. maí stendur yfir innritun eldri nemenda (fæddir 2003 og fyrr) í framhaldsskóla á haustönn 2020. Þeir nota til þess rafræn skilríki frá viðskiptabanka eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar).

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní þegar fyrir liggja skólaeinkunnir þeirra. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar á þessu tímabili.

Skráning í sumarönn fjarnáms mun standa yfir 22. maí til 4. júní.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar. Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Smelltu hér til að sækja um skólavist í FÁ.

Viðtal við námsráðgjafa FÁ

Hér má hlusta á gott viðtal við einn af námsráðgjöfum FÁ, Sigrúnu Fjeldsted, sem á feykinóg af góðum ráðum til allra framhaldsskólanema á þessum skrýtnu tímum: https://www.ruv.is/frett/2020/04/16/jafnvaegi-milli-thess-sem-madur-vill-og-tharf-ad-gera 

Varðandi lengt samkomubann

Varðandi lengt samkomubann

Innritun í dagskóla FÁ

Forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla næsta vetur stendur yfir á vef Menntamálastofnunar til 13. apríl 2020.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér að neðan má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar.

Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni okkar og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Athugið að innritun eldri nemenda stendur yfir frá 6. apríl til 31. maí, og lokainnritun nýnema frá 6. maí til 10. júní.

Námsráðgjöf á tímum Covid-19

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður en eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað og hvetjum ykkur til þess að hafa samband. Hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá neðar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

namsradgjof@fa.is

hronn@fa.is

sandra@fa.is

sigrunf@fa.is

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Hér má svo finna góð ráð um skipulag náms: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/skipulag/


Með kveðju,

Náms- og starfsráðgjöf FÁ

Hrönn, Sandra og Sigrún

Samkomubann

 

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Eins og stjórnvöld hafa gefið út er okkur gert að loka skólanum næstu fjórar vikur. Skólahald heldur þó áfram í gegnum fjarkennslu.

Þetta eru ekki auðveldir tímar og fordæmalausir. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að árangur annarinnar verði sem bestur.

Ég hvet nemendur til að halda takti og líta ekki á þetta sem frí. Gott er að nota tímann í eitthvað uppbyggjandi fyrir líkama og sál; fara í göngutúra, stunda hugleiðslu, o.s.frv. Njóta þess að vera til á þessum óvissutímum.

Hægt er að ná í stjórnendur, kennara og námsráðgjafa, en netföng allra starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.

Kveðja.
Magnús Ingvason
skólameistari FÁ

Innritun í FÁ

 

Nemendur í dagskóla eru teknir inn í skólann á haust- og vorönn ár hvert. Auk þess geta nemendur sótt um og stundað fjarnám á sumarönn til viðbótar við haust- og vorönn.

Allar umsóknir eru metnar af skólastjórn og fá umsækjendur svarbréf í tölvupósti. Þau sem eru að koma ný inn í skólann fylgjast með stöðu umsókna á innritunarvefnum.

Smelltu hér til að sækja um skólavist.

Innritun haustönn 2020

Innritun fer fram í tvennu lagi fyrir nýnema. Forinnritun fer fram dagana 9. mars – 13. apríl og velja nemendur þá einn skóla sem þeir vilja helst fara í og annan til vara. Lokainnritun verður síðan frá 6. maí – 10. júní en þá liggja fyrir skólaeinkunnir nemenda. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir allt þar til innritunartímabilinu lýkur. Svör við umsóknum verða póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 19. júní.


Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta sótt um frá 6. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar) eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.


Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði inn á námsbrautir eru miðuð við að nemendur séu með A eða B+/B, C í einkunn frá grunnskóla í kjarnagreinum (dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði). Umsækjendur sem eru með D í einkunn í kjarnagrein eru teknir inn í skólann en innritast inn á Almenna námsbraut, nemandi klárar þá grunnáfanga sem hann þarf að ljúka ásamt því að vera í fleiri greinum sem nýtast beint inn á þá braut sem nemandi óskar eftir að fara á.

Nemendur með einkunnina A eða B+/B fara beint inn á áfanga á öðru þrepi í kjarnagreinum.

Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.

COVID-19 (íslenska / english / polski)

Árdagur 2020

Síðastliðinn fimmtudag hélt FÁ sinn árlega Árdag – þemadag þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman. Nemendur skiptu sér í fjölmenn lið, hvert lið merkt ákveðnum lit eða mynstri, og kepptu liðin sín á milli í fjölbreyttum þrautum í boði starfsfólks. Þrautirnar spönnuðu allt frá íþróttum til lista, heilaleikfimi til handavinnu, karókísöngs til spurningakeppna. Þessum skemmtilega degi lauk svo á pizzuveislu og samsöng.

 

Tilkynning - opið hús

Þar sem hættustig almannavarna hefur nú verið uppfært í neyðarstig vegna kórónaveirunnar (COVID-19) þá hafa skólastjórnendur Fjölbrautaskólans við Ármúla tekið ákvörðun um að opnu húsi, sem halda átti mánudaginn 9. mars, skuli að svo stöddu frestað, um óákveðinn tíma.