Kynning á skólanum
Við bjóðum 10. bekkinga og aðra verðandi framhaldsskólanema velkomna í heimsókn í FÁ. Skráið ykkur á skólakynningu dagana 10. mars eða 16. mars með að senda tölvupóst í namsradgjof@fa.is. Hlökkum til að sjá ykkur!
Nánar hér.
Við bjóðum 10. bekkinga og aðra verðandi framhaldsskólanema velkomna í heimsókn í FÁ. Skráið ykkur á skólakynningu dagana 10. mars eða 16. mars með að senda tölvupóst í namsradgjof@fa.is. Hlökkum til að sjá ykkur!
Nánar hér.
Aftur sigraði FÁ Lífshlaupið í sínum flokki í ár!
Lífshlaupið er þjóðarátak í hreyfingu þar sem skólar, vinnustaðir og einstaklingar etja kappi um sem mesta hreyfingu yfir ákveðið tímabil í febrúar. FÁ fékk tvenn verðlaun innan flokksins "framhaldsskóli með 400-999 nemendur" - en okkar nemar hreyfðu sig bæði flesta dagana og í flestar mínútur. Enda skólinn stappfullur af mögnuðu íþróttafólki!
Inga Birna Benediktsdóttir og Telma Ívarsdóttir tóku á móti verðlaununum fyrir hönd skólans.
Í dag tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla í 8. sinn við Grænfánanum – sem er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.
Nemendur og starfsfólk umhverfisráðs skólans tóku við fánanum úr höndum Katrínar Magnúsdóttur frá Landvernd, og Magnús skólameistari hélt ávarp; klæddur skærgrænum jakkafötum úr sínu margfræga safni í tilefni dagsins. Sérstakir gestir athafnarinnar voru ekki af verri endanum og auðvitað annálaðir umhverfissinnar. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flutti nokkur falleg lög, ort til árstíðanna, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hélt erindi og þáði í leiðinni FÁ-skólapeysu að gjöf frá nemendum – sem hönnuð er af nemanda skólans, Söru Styrmisdóttur. Loks var fáninn dreginn að húni í fallegu vetrarveðri og nemendum boðið upp á ávexti.
Velkomin í FÁ!
Vegna ástandsins í samfélaginu er ekki hægt að taka á móti nýjum nemendum með fjöldakynningu að venju, en HÉR eru glærur með hagnýtum upplýsingum um námið og skólann og HÉR má hlusta á fyrirlestur Hrannar námsráðgjafa um glærurnar.
Ný reglugerð um starfsemi framhaldsskóla kveður á að skólum er heimilt að hafa staðkennslu sambærilega og við vorum með í byrjun haustannar og gekk vel. Kennsla hefst því í skólanum samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 7. janúar.
Nemendur spritta sig þegar þeir mæta í skólann og fara í kennslustofur þar sem verður búið að raða upp borðum með eins metra millibili. Nemendur spritta borð sín þegar þeir mæta í tíma. Þá verður ströng grímuskylda í skólanum og engum sem telur sig finna fyrir einkennum Covid er heimilt að mæta í skólann. Við virðum fjarlægðarmörk og munum að „við erum öll saman í þessu.“ Vonandi verður svo hægt að aflétta ströngum sóttvörnum með vorinu þegar við höfum unnið bug á þessari veiru.
Mötuneyti skólans verður lokað fyrstu dagana og því hvetjum við nemendur til að koma með nesti fyrst um sinn. Nemendur eru einnig hvattir til að forðast hópamyndanir í skólanum hvort sem er á steypunni og eða á göngum og fara beint í næstu stofu eftir að kennslustund lýkur.
Langri og strangri önn, sem fór að mestu fram með fjarkennslu á netinu, lauk formlega í gær þegar 107 nemendur voru brautskráðir af 13 námsbrautum; 21 af heilbrigðissviði, 4 af nýsköpunar- og listabraut og 88 af stúdentsbrautum. 6 nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.
Þessa önn voru dúxar skólans tveir og deildu meðaleinkunninni 9,38 – Edda Sól Arthúrsdóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut og Eyþór Guðjónsson af náttúrufræðibraut.
Þá ber að nefna Birtu Breiðdal, sem er fyrsti nemandinn í sögu skólans til að útskrifast með stúdentspróf sem var alfarið tekið í fjarnámi.
Í dag, 18. desember, fer fram brautskráning frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Athöfnin hefst kl. 13:00 en vegna sóttvarnareglna verða nemendur útskrifaðir í fjórum hópum.
Útskrifað verður í þessari röð:
Heilbrigðisskólinn
Nýsköpunar- og listabraut
Viðbótarnám til stúdentsprófs
Félagsfræðibraut
Íþrótta- og heilbrigðisbraut
Náttúrufræðibraut
Viðskipta- og hagfræðibraut
Því miður er nemendum ekki heimilt að taka með sér gesti vegna aðstæðna í samfélaginu, en athöfninni verður streymt HÉR svo enginn ástvinur þurfi að missa af þessum merku tímamótum. Eins fá nemendur í hendur ljósmyndir frá deginum.
Útskriftarnemar eru beðnir að lesa vel upplýsingabréf frá stjórnendum og gæta sóttvarna á allan hátt á meðan dagskráin stendur yfir.
Ágætu nemendur og forráðamenn.
Nú er stutt eftir af þessar skrýtnu og löngu önn og jólin nálgast. Ég heyri frá kennurum mínum að þeir eru alla jafna nokkuð ánægðir með árangur nemenda sinna, en óneitanlega hefur önnin reynst mörgum erfið. En nú er aðeins ein vika eftir og nauðsynlegt að gera eins vel og hægt er í þeirri viku.
Ég vona síðan innilega að komandi vorönn verði með eðlilegustum hætti og lífsglaðir, skemmtilegir og árangursdrifnir nemendur fylli hér stofur og ganga skólans. Þannig á skóli að sjálfsögðu að vera.
Nú er í gangi kennslukönnun á INNU sem ég hvet ykkur nemendur eindregið til að svara. Það er mikilvægt fyrir skólann að fá skoðanir nemenda á því sem spurt er um í könnuninni.
Starfsfólk skólans ákvað að skella í eina jólakveðju til ykkar allra. Vonandi hafið þið eins gaman af kveðjunni og starfsmennirnir höfðu gaman af gerð jólakveðjunnar. Jólapepp FÁ!
Kveðja,
Magnús Ingvason
Skólameistari FÁ
Þetta eru krefjandi tímar og ljóst að margir okkar nemenda finna sárt fyrir stöðunni. Skólasálfræðingur FÁ, Andri Oddsson, býður upp á nemendaviðtöl í gegnum Teams og hvetjum við okkar fólk til að nýta sér þessa þjónustu. Hægt er að bóka viðtal með tölvupósti í netfangið salfraedingur@fa.is.
HÉR má svo hlýða á gagnlegt erindi Andra í tveimur hlutum - um andlega líðan á tímum Covid.
Á morgun, 26. nóv. kl. 18:00 heldur nemendafélag FÁ rafrænt aðventubingó í gegnum Teams. Þátttaka er frí fyrir alla nemendur skólans og hægt að panta allt frá einu upp í fimm bingóspjöld á mann.
HÉR skal skrá sig til þátttöku. Fullt af flottum og fjölbreyttum vinningu
HÉR er hlekkur á bingóið!