Gettu Betur 2022

Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er á fullu að æfa fyrir komandi keppni sem hefst í byrjun janúar. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eru þau Aníta Harðardóttir, Pétur Bjarni Sigurðsson og Þráinn Ásbjarnarson sem hefur verið í liðinu undanfarin tvö ár. Varamaður er Árbjörg Sunna Markúsdóttir. Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021. FÁ mætir Menntaskólanum á Ásbrú í fyrstu umferð keppninnar sem fer fram 11.janúar. 

Við óskum þeim góðs gengis í undirbúningnum og keppninni.

Útskrift 17.desember

 

Útskrift Fjölbrautskólans við Ármúla á haustönn 2021 mun fara fram í hátíðarsal skólans, föstudaginn 17.desember kl. 13.00.

Æfing fyrir útskrift verður fimmtudaginn 16.desember kl. 16.

Vegna sóttvarnartakmarkana þurfa allir nemendur og sem mæta til útskriftar og gestir þeirra að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klst.

Við brýnum fyrir öllum að mæta tímanlega þar sem það getur tekið tíma að fara yfir niðurstöðu hraðprófa.

Sjáumst í hátíðarskapi á föstudaginn.

 

 

Annarlok

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mik­ilvæg atriði.

Síðasti kennslu­dagur er 10. des­ember en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

15. desember – Einkunnir birtast í Innu

15. desember– Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.

15.desember - Viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

15.desember - Dimission

16.desember - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00

17. desember – Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn - Allir nem­endur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á loka­sprett­inum.

Jólapeysudagur

Í dag var jólapeysudagur í FÁ þar sem nemendur og starfsfólk klæddust litríkum og skemmtilegum jólapeysum. Fjölbreytnin var mikil og var þetta mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi. Í hádeginu gengu svo jólaálfar og jólasveinn um skólann og gáfu nemendum og starfsfólki nammi við góðar undirtektir.

Hægt er að sjá fleiri myndir á Facebook síðu skólans.

Námsmatsdagur

Miðvikudaginn 24.nóvember er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

FÁ stígur grænu skrefin

 

 

 

FÁ tekur þátt í verkefninu „Græn skref í ríkisrekstri.“ Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá FÁ undanfarið að ná að uppfylla Grænu skrefin og nú hefur FÁ náð þeim frábæra árangri að uppfylla fjögur af fimm skrefum.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum.

Hér má lesa nánar um Grænu skrefin.

 

 

 

FÁ verður UNESCO skóli

 

Við erum stolt að segja frá því að FÁ er orðinn UNESCO skóli. Að vera UNESCO–skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO–skóla: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. FÁ ákvað að leggja áherslu á tvö síðastnefndu þemun; heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna munu því skipa mikilvægan sess í skólastarfi FÁ næstu misserin.

UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953. Þeir eru nú yfir 10.000 talsins og starfa í 181 landi.

 

 

Mynd nemanda FÁ til sýnis á COP26 ráðstefnunni í Glasgow

 

Verðlaunaljósmynd Írisar Lilju, nemanda í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er nú til sýnis á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26.

Íris Lilja vann myndina í ljósmyndaáfanga við Fjölbraut í Ármúla og heitir mynd hennar “Sæt tortíming”. Myndin lenti í fyrsta sæti í keppninni Ungt Umhverfisfólk 2021 í maí síðastliðnum. Myndin var svo send í Evrópukeppnina Climate Change Pix sem er ljósmyndakeppni á vegum Young Reporters for the Environment. Íris Lilja hlaut ungmennaverðlaun þeirri keppni. Um 400 þúsund ungmenni í 44 löndum tóku þátt.

Það er mikill heiður fyrir Írisi að mynd hennar sé til sýnis á loftlagsráðstefnunni í Glasgow. Á ráðstefnuna mæta þjóðarleiðtogar og embættisfólk frá löndum um allan heim og m.a. um fimmtíu manna hópur frá Íslandi, ráðherrar, þingmenn og embættisfólk. Ráðstefnan hófst á sunnudaginn 31. október og er til 12. nóvember

Hér er linkur á frétt frá RÚV um Írisi:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/95bqek/ljosmynd-a-loftslagsradstefnu

 

 

Kveðjustund Vigfúsar

Vigfús Þór Jónsson, umsjónarmaður fasteigna til rúmlega tuttugu ára lætur formlega af störfum í dag, 21. október. 

Vigfús Þór starfaði við skólann sem kennari í trésmíði á árunum 1993 til 1995 og hóf svo störf sem umsjónarmaður fasteigna árið 1999.

Óhætt er að segja að Vigfús Þór hafi verið einn ástsælasti starfsmaður skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna enda þjónustulundaður með afbrigðum. Vigfús Þór er þó reiðubúinn að rétta okkur hjálparhönd í náinni framtíð og án efa eigum við eftir að leita til hans.

Birgir Sigurðsson hefur tekið við sem umsjónarmaður fasteigna og bjóðum við hann velkominn.

Haustfrí

Föstudaginn 22.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 25.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.