Hönnun lóðar kynnt
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kíkti í heimsókn í skólann á miðvikudaginn síðasta. Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir honum hugmyndir nemenda í áfanganum Hönnun lóðar FÁ.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla stendur á stórri og fallegri lóð sem býður upp á mikla möguleika. Því var ákveðið að bjóða upp á valáfanga á vorönn þar sem nemendur myndu hanna tillögu að skipulagi lóðarinnar. Markmiðið er síðan að hagnýta útkomu áfangans við endurbætur á skólalóðinni.
Margar skemmtilegar hugmyndir komu fram og eru þær til sýnis á Steypunni í FÁ.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.