Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF, verður haldin í áttunda sinn núna um helgina 19. og 20. mars 2022.
Hátíðin fer fram í Bíó Paradís frá kl. 13:00 - 17:00 báða dagana og er aðgangur ókeypis. Öll umsjón og vinna við hátíðina er í höndum nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Eitt af aðal markmiðum hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma kvikmynda verkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál.
Tækifærin sem skapast upp úr hátíðinni eru ófá og því vonumst við til þess að gera hátíðina sýnilegri og skapa henni jafnframt fastan sess í félagslífi íslenskra ungmenna.