Nýnemadagur haustið 2022

Í upp­hafi hvers skólaárs býður nemendasamband FÁ (NFFÁ) nýnemum upp á nýnemadag þar sem nýjum nem­endum gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru með skemmti­legri dag­skrá.  Þann 2.september var ferðinni heitið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem nýnemar skemmtu sér í dásamlegu sumarveðri í litabolta, lasertag, klessubolta, archery tag, minigolfi og fótboltagolfi.  Frábær dagur með frábærum nýnemum.

Fleiri myndir frá nýnemadeginum má sjá á facebook síðu skólans.

Nýnemaball

Fyrsta ball vetr­arins, Nýnem­a­ballið, verður haldið á Spot í Kópa­vogi í sam­vinnu við nem­enda­félög Borg­ar­holts­skóla og Tækniskólans fimmtu­daginn 8. sept­ember næst­kom­andi.

Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.

Fram koma:

VÆB, DJ Ragga Hólm, Inspector Spacetime, Stuðlabandið, Sigga Bein­teins og Birnir.

Miðasala er hafin.

Fyrsta sól­ar­hringinn geta ein­göngu nýnemar keypt miða. Þann 2. sept­ember kl. 10:00 opnar miðasalan svo fyrir aðra nem­endur Tækni­skólans, FÁ og Borg­ar­holts­skóla.  Hægt er að kaupa miða hér.

Miðasala fyrir gesti utan skól­anna sem halda ballið opnar svo kl. 10:00 mánu­daginn 5. sept­ember.

Miðaverð er 4.000 kr. fyrir innanskólanema (nem­endur í FÁ, Borgó eða Tæknó) en 5.000 kr. fyrir aðra gesti.

Skráning í fjarnám hafin

 Innritun í fjarnám við FÁ er hafin og stendur til 5.september. Önnin hefst svo 8.september

Alls eru hátt í 90 áfangar í boði á haustönn 2022 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Hægt er að skrá sig í fjarnámið hér.

 

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

 

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður haldinn mánudaginn 29.ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir starf­sem­i skólans, þeirri þjón­ustu sem er í boði, nám­svefjunum Innu og Moodle, félags­lífi og fleiru. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal skólans, en þeir sem kjósa að fá kynningu á ensku mæta í stofu A-101. Áætlað er að fund­urinn taki u.þ.b. 80 mínútur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

English:

A special orientation meeting being held for the parents/guardians of new students at FÁ next Monday, August 29th at 17:00 in the school auditorium. In addition, we are adding a meeting at the same time, which will be held in room A-101 and will be conducted in English.

We’ll be covering many items about our school and providing important information on school policy and learning environment. The meeting should last approximately 80 minutes.

It is our sincere hope that you can make it and I look forward to seeing as many parents/guardians as possible.

 

 

Upphaf haustannar 2022

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi og er skrifstofa skólans opin. Við erum bjartsýn um að skólastarf verði með eðlilegum hætti þetta skólaárið!

Hér eru helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn:

16.ágúst - stundatöflur verða aðgengilegar í INNU.

Töflubreytingar fara fram 16. og 17.ágúst og verða eingöngu rafrænar í gegnum netfangið toflubreytingar@fa.is.

17.ágúst kl. 13.00 - kynningarfundur fyrir nýnema (2006) í fyrirlestrarsal skólans.

17.ágúst kl. 14.00 - kynningarfundur fyrir nýja nemendur (fædda 2005 eða fyrr) í fyrirlestrarsal skólans.

18.ágúst - kennsla hefst samkvæmt stundarskrá.

19.ágúst - skráning hefst í fjarnám á haustönn 2022.

Foreldrar/forráðamenn nýnema verða boðaðir í viðtal með börnum sínum við umsjónarkennara frá 15.ágúst. Boðun í viðtalið fer fram nokkrum dögum áður með tölvupósti og/eða símtali.

Foreldrafundur verður haldinn 29.ágúst kl. 17.00.

Stefnt er á að halda nýnemadag 31.ágúst.

Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans.

Í lokin viljum við minna á að í upphafi skólaárs er líka gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á facebook og instagram.

Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári.

Símon Tómasson bar blómsveig að minnisvarða Jóns forseta

Nýstúdent og dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla, Símon Tómasson, var þess heiðurs aðnjótandi, ásamt Lárusi Loga Elentínusarsyni frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, að taka þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli í tilefni af 78 ára afmæli lýðveldisins.
Sú hefð hefur skapast að tveir nýstúdentar, frá sitthvorum skólanum, eru valdir ár hvert, á afmæli lýðveldisins, til þess að bera blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur svo blómsveiginn að minnisvarðanum.

Við erum stolt af framlagi nemanda FÁ í þessari hátíðlegu athöfn á þjóðhátíðardeginum 17. júní.

Skólaheimsókn til Toronto

Þann 26.maí hélt fríður hópur kennara og starfsmanna í FÁ til Toronto í Kanada. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfið í tveim skólum þar í borg, George Brown College og Ryerson University. Flottir og stórir skólar sem gaman var að heimsækja. Einnig skoðuðum við ýmislegt sem Toronto hafði upp á að bjóða og heimsóttum m.a. Niagara fossana sem voru magnaðir. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni

Hátíðleg útskrift í dag

Í dag var hátíðlegur dagur í FÁ þegar skólinn útskrifaði 94 nemendur og þar af 14 af tveimur brautum. 

Stúdentar af bóknámsbrautum eru 39. Frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 6 nemendur.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 36 nemendur; einn sem heilbrigðisritari, tveir sem lyfjatæknar, tveir sem læknaritarar, 8 sem heilsunuddarar, 15 sem sjúkraliðar og loks 9 sem tanntæknar.

Einnig útskrifuðust í dag 8 frábærir nemendur af sérnámsbraut.

Dúx skólans er Símon Tómasson sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 8,71.

Íris Björk Árnadóttir sem útskrifaðist af sjúkraliðabraut Heilbrigðisskóla FÁ hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar með 9,7 í lokaeinkunn.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.

Inga Birna Benediktsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Íris Björk Árnadóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.

Elvar Jónsson, aðstoðarskólameistari FB flutti ávarp fyrir hönd 25 ára stúdenta.

Tveir farsælir starfsmenn skólans til margra ára voru kvaddir en það eru þær Steinunn H. Hafstað, fjarnámsstjóri og Ágústa Harðardóttir, dönskukennari.

Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum Önnu Zhu Ragnarsdóttur, nemanda við FÁ en hún flutti lagið Nocturne op.9 No. 2 eftir Chopin. 

Lauk síðan athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á laginu Vikivaki við undirleik Önnu Zhu.

Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans hér .

Útskrift FÁ 25.maí

Útskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla á vorönn 2022 mun fara fram í hátíðarsal skólans, miðvikudaginn 25.maí kl. 13.00.

Æfing fyrir útskrift verður þriðjudaginn 24.maí kl. 16.00

Annarlok - mikilvægar dagsetningar

Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.

17.maí - Síðasti kennsludagur en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

20.maí – Einkunnir birtast í Innu. Viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

23.maí– Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.

24.maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00

25.maí – Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn - Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum.