FÁ úr leik í Gettu betur

 

Lið FÁ í Gettu betur er því miður úr leik í Gettu betur keppninni í ár er það hlaut í lægra haldi gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV í gærkvöldi.

Eftir æsispennandi hraðaspurningar var staðan jöfn 11-11 og þá tóku við staðreyndavilluspurning og tólf bjölluspurningar. VA komst á gott ról í bjölluspurningunum og náði ágætis forystu. Lið FÁ var hins vegar ekki tilbúið að láta deigan síga. Eftir seinni vísbendingaspurninguna munaði því aðeins þremur stigum, staðan var 26-23 VA í vil, og þrjú stig eftir í pottinum í þríþrautinni. Þar náði FÁ ekki að svara rétt en VA gerði það hins vegar, fékk þrjú stig, og tryggði sér sigur 29-23.

Svo skemmtilega vill til að liðin tvö, VA og FÁ, mættust einnig í fyrstu umferð keppninnar. Sú viðureign var einnig æsispennandi en þar hafði FÁ betur, 25-21. VA fór hins vegar áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið og tryggði sig svo í 8-liða úrslit þar sem liðið dróst aftur gegn FÁ.

Lið FÁ skipuðu þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson. Varamaður var Ívar Darri Jóhannsson.

Þjálfarar liðsins í ár voru þeir Eiríkur Kúld Viktorsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, báðir reynsluboltar úr Gettu betur.

Skólarnir mættu með skemmtiatriði sem voru sýnd í útsendingunni. FÁ kom með hljómsveit skipaða nemendum sem sitja í tónlistaráfanga skólans. Þau fluttu lag David Bowie, Man Who Sold the World og gerðu það snilldar vel. Þorbjörn Helgason söng, Askur Ari Davíðsson spilaði á hljómborð, Brynjar Karl Birgisson spilaði á Bassa, Darri Ibsen á guiro, Ísak Harry Hólm og Rafael Róbert Ásgeirsson á kassagítar. Vael Abou Ebid spilaði svo á slagverk.

Hér má sjá upptöku af atriðinu.

RÚV gerði kynningarmyndband um keppendur sem má sjá hér.

Við hér í FÁ erum ákaflega stolt af liðinu okkar í ár, frábær liðsheild og flottur árangur.

 

FÁ keppir í 8 liða úrslitum í kvöld

Stór dagur í dag !! 

 Allir að stilla á RÚV kl. 20:00 í kvöld en þá keppir FÁ í 8 liða úrslitum í Gettu betur við Verkmenntaskóla Austurlands í beinni útsendingu. Við sendum baráttukveðju til Iðunnar, Jóhönnu Andreu og Þráins og segum: Áfram FÁ!!

FÁ komið í 8 liða úrslit í Gettu betur

 

FÁ tryggði sér í gær sæti í 8 liða úrslitum í Gettu betur þegar það vann Kvennó í hörkuspennandi keppni, 22-21. Kvennó leiddi keppnina eftir hraðaspurningar 15 - 10 og fyrir lokaspurninguna var staðan 21-20 fyrir Kvennó. FÁ náði svo sigrinum með því að svara lokaspurningunni rétt og hlaut tvö stig fyrir það.

FÁ mætir því Verkmenntaskóla Austurlands í 8 liða úrslitum sem fara fram í sjónvarpssal þann 3.febrúar.

Til hamingju Iðunn, Jóhanna og Þráinn.

 

Önnur umferð í Gettu betur

 

Gettu betur lið FÁ lagði lið Verkemenntaskóla Austurlands í síðustu viku, 25-21. Önnur umferð fer fram í þessari viku og mætir lið FÁ liði Kvennaskólans á morgun, miðvikudaginn 18.janúar kl. 21.10.

Við sendum baráttukveðju til Iðunnar, Jóhönnu og Þráins.

Hægt er að hlusta á keppnina í beinni á Rás tvö.

 

Fyrsta umferð í Gettu betur

Í kvöld, mánudaginn 9.janúar, fer fram fyrsta umferð spurningakeppninnar Gettu betur. FÁ mætir liði Verkmenntaskóla Austurlands kl 19.40. Í liði FÁ eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson.

Hlusta má á útsendinguna í beinu streymi á www.ruv.is.

Við óskum þeim góðs gengis.

Áfram FÁ.

 

 

 

Gettu betur

 

Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er á fullu að æfa fyrir komandi keppni sem hefst í næstu viku. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson sem hefur verið í liðinu undanfarin þrjú ár. Varamaður er Ívar Darri Jóhannsson. Þjálfarar liðsins þetta árið eru reynsluboltarnir þeir Eiríkur Kúld Viktorsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson.

Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021. FÁ mætir Verkmenntaskóla Austurlands í fyrstu umferð keppninnar sem fer fram 9.janúar.

Við óskum þeim góðs gengis í undirbúningnum og keppninni. Áfram FÁ!!

 

Upphaf vorannar 2023

Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu að morgni 4. janúar fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflum 5. janúar.

4. og 5. janúar er tekið er á móti beiðnum um töflubreytingar. Beiðnir skulu sendar á netfangið toflubreytingar@fa.is

Skráning í fjarnám hafin

Skráning í fjarnám við FÁ er hafin og stendur yfir til 18.janúar. Kennsla hefst svo 25.janúar.
Nánari upplýsingar um fjarnámið má finna á heimasíðu FÁ.
Fjölmargir áfangar eru í boði sem sjá má hér.
Hægt er að skrá sig hér.

Umhverfisveggurinn

 

Nemendur í umhverfisnefnd FÁ fengu þá hugmynd í haust að gera umhverfisvegginn í skólanum aðeins líflegri og skemmtilegri. Umhverfisveggurinn er veggur þar sem umhverfisnefndin getur komið fram ýmsum upplýsingum til nemenda. Nefndin fékk nemendur í nýsköpunar- og listabrautinni til að taka verkið að sér undir stjórn Jeannette Castioni kennara á listabrautinni. Byrjað var á listaverkinu í umhverfisvikunni sem var haldin um miðjan nóvember. Náði hópurinn að klára núna í vikunni og er útkoman stórglæsileg, líflegur og litríkur veggur með mikilvægum skilaboðum um umhverfismál.  Fátt er skemmtilegra en lifandi og skapandi skólastarf þar sem allir dafna og blómstra.

 

Fjarnám

 

Kæru fjarnámsnemendur!

Takk fyrir önnina sem nú er á enda.

Skráning á vorönn 2023 hefst 28.desember og stendur til 18. janúar.

Kennsla hefst 25.janúar.

Fjölmargir áfangar í boði, sjá hér.