Skólablað FÁ

Nemendur í fjölmiðlafræði í FÁ gerðu þetta skemmtilega skólablað í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Áhugaverð viðtöl við starfsfólk, umfjöllun um skemmtileg verkefni í skólanum, skólalífið og fleira :) Við mælum með að þú kíkir á þetta metnaðarfulla blað !

Steypan - FÁ blaðið

Vel heppnuð forvarnarvika

Miðvikudaginn 6. október 2021 var Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ákváðum að taka heila viku undir forvarnir og héldum forvarnarviku 4.-8.október. Við fengum 3 fyrirlesara til að koma og halda smá fræðslu fyrir okkur.

Andrea frá Heilsulausnum fræddi okkur um skaðsemi rafrettureykinga, munntóbaks og orkudrykkja.

Lori frá Pietasamtökunum sagði frá starfssemi félagsins, geðheilsu og úrræðum. Virkilega áhugavert erindi sem var streymt í allar stofur og má sjá fyrirlesturinn hér.

Anna Steinsen frá KVAN var með stórskemmtilegt erindi í matsalnum um kvíða og þrautseigju.

Einnig stóð nemendaráðið fyrir skemmtilegum Kahoot spurningaleik með forvarnarívafi og voru vegleg verðlaun í boði. Við enduðum síðan þessa skemmtilegu viku á pylsupartýi þar sem nemendafélagið og skólinn buðu öllum nemendum upp á pylsur og gos. Yfir pylsunum söng síðan hún Katrín Edda lagið sem hún keppti með á Söngkeppni framhaldsskólanna. Forvarnarvikan tókst mjög vel og almenn ánægja var með viðburði og fyrirlestra.

 

Nýnem­a­ball FÁ, Tækni­skólans og FB

Nýnem­a­ball FÁ verður haldið í sam­vinnu við nem­enda­félög Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti og Tækniskólans. Ballið verður á Spot í Kópa­vogi fimmtu­daginn 14. október.

Húsið opnar kl. 21:00 og lokar kl. 22:00 (ekki er hleypt inn eftir þann tíma) og lýkur ballinu á miðnætti.
Fram koma:

DJ Dóra Júlía

Sprite Zero Klan

Jói P og Króli


Miðasala er hafin og kostar miðinn 3500 kr. Miðasala fer fram hér: https://yess.is/e/nft/nynemaballtskolafbfa/
Miðasalan er ein­göngu fyrir nem­endur FÁ, FB og Tækniskólann og fer hún fram í gegnum raf­ræna miðasölu NFFÁ.
Við munum bjóða upp á rútu sem fer frá FÁ kl. 20.40 á Spot og aftur í FÁ eftir ballið kl. 12.00. Skráning verður í rútuna í næstu viku.


Nem­endafélag FÁ (NFFÁ) stendur fyrir edrúpotti, þar sem öllum sem koma á ballið verður boðið að blása í áfeng­is­mæli til þess að komast í pottinn. Eftir vetr­ar­leyfi verða svo tveir heppnir nem­endur dregnir út og fá hvor um sig 25.000 kr. inn­eign í Kringluna.


Rétt eins og á öðrum viðburðum NFFÁ er öll meðferð áfengis og annarra vímugjafa óheimil. Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfi­legt að koma inn með tóbak (síga­rettur, neftóbak eða munn­tóbak), nikó­tínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.


Allir sem koma á ballið þurfa að fram­vísa miðanum við hurðina ásamt niðurstöðum úr neikvæðu hraðprófi vegna COVID-19 frá Heilsugæslu (sjálfspróf duga ekki). Hraðprófið má ekki vera eldra en 48 klst gamalt. 

https://www.testcovid.is/

https://www.heilsugaeslan.is/.../Hradprof-vegna.../

Forvarnarvika, 4.-8.október

Í næstu viku, 4.-8.október verður forvarnarvika í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Boðið verður upp á fjölbreytta og fræðandi fyrirlestra og einnig mun nemendafélagið standa fyrir uppákomum á sal og á samfélagsmiðlum.
Forvarnardagurinn sjálfur er miðvikudaginn 6.október og þá munu Pieta samtökin vera með fræðslu á fyrirlestrarsal kl. 12.05 um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Fræðslunni verður streymt í stofur.
Við hvetjum alla til að kíkja á þessa dagskrá og taka þátt.

Dagskrá:

Mánudagur 4.október
12.30 – Matsalur
Kahoot í boði nemendaráðs – veglegir vinningar í boði.

Þriðjudagur 5.október
12.30 – Fyrirlestrarsalur
-Fræðsla frá Heilsulausnum um rafrettur, munntóbak og orkudrykki.

Miðvikudagur 6.október
12.05 – Fyrirlestrarsalur
-Fræðsla frá Pieta samtökunum. Streymt í stofur (2-3 bekkir í sal).

Fimmtudagur 7.október
12.30 – Fyrirlestrarsalur
-Fyrirlestur frá KVAN, Anna Steinsen talar um jákvæðni.

Föstudagur 8.október
12.30 – 13.10 Matsalur
-Pylsupartý í boði skólans og nemendafélagsins.

Námsmatsdagur

Fimmtudaginn 23.september er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þann dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

Fyrstu vikurnar

Nú eru nokkrar vikur liðnar af þessari önn og hefur starfið farið vel af stað.  Nemendur eru glaðir og langflestir duglegir að stunda námið.

Skólinn átti stórafmæli núna 7.september þegar hann fagnaði 40 ára afmæli. Afmælishald var með frekar látlausum hætti út af aðstæðum í þjóðfélaginu.  Nemendum og starfsmönnum var boðið upp á afmælismúffur með merki skólans og mjólk með. Þær slógu í gegn og starfsmenn og nemendur skólans  borðuðu nærri 600 múffur.  Einn vinsælasti rappari landsins og fyrrum nemandi skólans, Herra Hnetusmjör tók síðan nokkur lög í sal skólans í hádeginu við góðar undirtektir nemenda og starfsmanna.  Ráðgert er að halda veglegri afmælisveislu síðar  þegar ástand mála í þjóðfélaginu skánar sökum Covid-veirunnar.

Lýðræðisvika var haldin í skólanum vikuna, 6.-9.september og fóru þá fram Skuggakosningar. Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Frambjóðendur 10 stjórnmálaflokka komu í heimsókn í skólann, kynntu málefni sín og sátu fyrir svörum.  Framboðsfundunum var streymt inn í stofur og fengu nemendur tækifæri til að koma með spurningar.  Skuggakosningarnar sjálfar fóru svo fram á Steypunni, fimmtudaginn 9.september, en nemendur sem voru fæddir 29. október 1999 og síðar voru á kjörskrá. Alls kusu 174 nemendur í kosningunum, en það er um 30% þeirra sem voru á kjörskrá. Vonandi verður kosningaþátttaka ungs fólks heldur meiri í Alþingiskosningunum síðar í mánuðinum. 

Þriðjudaginn 14.september fór fram Nýnemagleði hér í skólanum.  Í haust eru um 140 nýnemar í skólanum.  Nemendur byrjuðu á að fara í skemmtilegan ratleik um skólann þar sem þau leystu þrautir og söfnuðu stigum.  Síðan fengu allir pizzu og gos og  endað var á bíósýningu í fyrirlestrarsalnum þar sem horft var á Dumb and Dumber.

Upphaf haustannar

Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU mánudag 16. ágúst.

Foreldrar/forráðamenn nýnema verða boðaðir í viðtal með börnum sínum við umsjónarkennara mánudaginn 16. ágúst eða 
þriðjudaginn 17. ágúst.

Boðun í viðtalið fer fram nokkrum dögum áður með tölvupósti og/eða símtali.

Kynningarfundur fyrir nýnema verður í fyrirlestrasal þriðjudaginn
17. ágúst kl. 13:00.

Kynningarfundur fyrir nýja nemendur sem fæddir eru 2004 eða fyrr verður í fyrirlestrasal þriðjudaginn 17. ágúst kl. 14:00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 18. ágúst. Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is.

Foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 30. ágúst kl. 17:00.

Óskir um töflubreytingar skal senda á netfangið toflubreytingar@fa.is fyrir 18. ágúst.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur

Nemendur sem stunda fullt nám í dagskóla (a.m.k. 25 einingar), ná 9 eða hærri meðaleinkunn og eru með a.m.k. 95% skólasókn fá innritunar- og efnisgjöld felld niður næstu önn í námi. Á vorönn 2021 fengu eftirfarandi nemendur slíka viðurkenningu:


Áslaug Lilja Káradóttir - Heilbrigðisritarabraut
Guðrún Guðmundsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jessica Le - Almenn námsbraut
Jóhanna Andrea Magnúsdóttir - Sjúkraliðabraut
Jóhanna Björg Þuríðardóttir - Lyfjatæknabraut
Kári Jónsson - Heilsunuddbraut
Ngan Hieu Nguyen Dang - Viðskipta- og hagfræðibraut
Nína Margrét Halldórsdóttir - Heilsunuddbraut
Þórunn Embla Sveinsdóttir - Náttúrufræðibraut

Sumarönn fjarnáms

Innritun í sumarönn fjarnáms FÁ stendur yfir til 6. júní. Skráðu þig hér. Önnin hefst svo 8. júní.

Hér má sjá alla áfanga sem bjóðast í fjarnámi, skrifaðu SUMAR undir flipann "í boði" til að sjá eingöngu þá 48 áfanga sem kenndir verða í sumar.

Lestu þér frekar til um fjarnámið við FÁ hér.

Brautskráning vorið 2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla útskrifaði í dag 122 nemendur í tveimur útskriftum. Alls útskrifaðist 71 nemandi með stúdentspróf, 41 nemandi útskrifaðist af heilbrigðissviði skólans, 6 nemendur af nýsköpunar- og listabraut og loks útskrifuðust 4 nemendur af sérnámsbraut skólans. Dúx skólans er Gunnur Rún Hafsteinsdóttir sem útskrifast af náttúrufræðibraut með ágætiseinkunnina 9,01.

 

Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari FÁ, fór yfir liðinn vetur í ræðu sinni en þrátt fyrir strangar sóttvarnarreglur tókst að halda skólastarfinu með eins eðlilegum hætti og unnt var.


Í ræðu sinni fjallaði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ, um þann fjölda Íslendinga sem flutti búferlum til Vesturheims um aldamótin 1900 og átti þar oft og tíðum í erfiðri lífsbaráttu. Á síðustu árum hefur fólk af erlendu bergi brotið komið til Íslands, mörg hver á flótta frá erfiðum aðstæðum í heimalandi sínu og í leit að öryggi í nýjum heimkynnum. Þau flytja með sér menningu sína og tungu, og mannlífið á Íslandi verður litríkara en áður. Við skulum taka fagnandi á móti nýjum Íslendingum og njóta þeirrar menningarauðlegð sem þeir hafa í farteskinu.