2000s ball 16.nóvember

2000s ball FÁ verður haldið í Gamla bíó í sam­vinnu við nem­enda­félög Borg­ar­holts­skóla og Tækniskólans miðvikudaginn 16.nóvember næst­kom­andi.

Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.

Fram koma

DJ Dóra Júlía

Daniil

Gugusar

Club Dub

Selma Björns

Páll Óskar

 

Miðasala

Miðasala er hafin fyrir nemendur í FÁ, Tækniskólanum og Borgarholtsskóla.

Fyrsta sól­ar­hringinn geta ein­göngu nemendur í skólunum þremur keypt miða.

Miðasala fyrir gesti utan skólanna sem halda ballið opnar svo kl. 10:00 þriðjudaginn 8.nóvember.

Miðaverð er 4.000 kr. fyrir innanskólanema (nem­endur í Tæknó, Borgó eða FÁ) en 5.000 kr. fyrir aðra gesti.

 

Opið hús hjá sérnámsbrautinni

Það var heldur betur fjör þegar sérnámsbrautin var með opið hús á miðvikudaginn síðasta, 2.nóvember. Þar var öllu tjaldað til, frábærar veitingar, pizza og popp, söngur, dans og gleði. Gamlir nemendur kíktu í heimsókn og fengu góðar viðtökur.

Heimsókn nemenda í hagfræði í Nasdaq kauphöllina

Nemendur FÁ hringdu jólunum inn snemma í ár með heimsókn sinni í íslensku kauphöllina, Nasdaq Nordic. Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar tók vel á móti nemendum og kynnti starf kauphallarinnar og fór yfir hvernig verðbréfamarkaðurinn á Íslandi gengur fyrir sig. Fyrir utan að segja nemendum frá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni, var boðið upp á ljúffengar veitingar. Í lok heimsóknarinnar var nemendum boðið upp á að hringja hinni frægu bjöllu kauphallarinnar, eins og sést á meðfylgjandi mynd.

 

Nemendur í heimsókn á Alþingi

Nemendur í viðskiptalögfræði fóru í fræðandi og skemmtilega heimsókn í Alþingishúsið. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður tók á móti hópnum, sýndi þeim húsið og sagði þeim frá störfum þingsins. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina, þeir nýttu tækifærið vel til að spyrja spurninga og höfðu á orði að þau hefðu verið margs vísari eftir heimsóknina. Hver veit nema einhverjir af nemendunum munu sækjast eftir því að starfa á þessum vettvangi í framtíðinni.

Haustfrí

Föstudaginn 21.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 24.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð. 

Heimsókn í Hæstarétt

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í dag, í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins.

Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum.

Þá fór hann jafnframt yfir sögu hæstaréttar sem hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1920 og var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Frá árinu 1949 var hann staðsettur í dómshúsinu við Lindargötu en flutti árið 1996 í nýtt glæsilegt dómshús við Arnarhól.

Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og fengu gott tækifæri til að spyrja spurninga og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið gagnleg og fræðandi.

Val fyrir vorönn 2023

Opnað hefur verið fyrir val á vorönn 2023. Síðasti valdagur er 4.nóvember. Með vali staðfestir nemandi umsókn sína um skólavist á næstu önn. Nánari upplýsingar hér.

Ásmundur Einar í heimsókn

 

Við fengum góða heimsókn í FÁ í dag frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari tóku á móti gestunum og áttu með þeim fund þar sem málefni skólans voru rædd. Síðan var gengið um skólann og kíkt á starfið.

Ásmundur Einar heilsaði m.a. upp á nemendur á sérnámsbrautinni og kíkti svo í heilbrigðisskólann þar sem hann kynnti sér heilsunuddbrautina, tanntæknifræði og aðstöðu sjúkraliðabrautar. Einnig kíkti hann við í lífsleikni hjá nýnemum, í íslenskutíma hjá erlendum nemendum og þjóðhagfræði.

Ásmundur Einar var áhugasamur um starfsemi skólans og gaf sig á tal við starfsfólk og nemendur.

Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.

 

Forvarnarvika 3.-7.október

Í næstu viku, 3.-7.október verður forvarnarvika í Fjölbrautaskólanum við Ármúla en Forvarnardagurinn sjálfur er einmitt á miðvikudeginum 5.október. Áherslan þetta árið verður á andlega heilsu og mikilvægi hennar. Boðið verður upp á fjölbreytta og fræðandi fyrirlestra, jóga og kvíðanámskeið. Einnig mun nemendafélagið bjóða upp á pylsupartý í lok vikunnar.

Við hvetjum alla til að kíkja á þessa dagskrá og taka þátt.

Hér fyrir neðan er svo dagskráin:

 

Mánudagur 3.október

11.30 - Geðlestin í fyrirlestrarsalnum

12.35 - Jóga í íþróttasalnum - Hrönn námsráðgjafi

 

Þriðjudagur 4.október

11.30 - Prófkvíðanámskeið í stofu S202 - Andri sálfræðingur FÁ

 

Miðvikudagur 5.október

Forvarnardagurinn

12.30 - Bergið Headspace í fyrirlestrarsalnum

Fimmtudagur 6.október

12.30 - Pieta samtökin í fyrirlestrarsalnum

Föstudagur 7.október

Pylsupartý í boði Nemó :)

 

Heimsókn frá Frakklandi

Þessa dagana erum við með heimsókn frá Dijon í Frakklandi í FÁ, 15 nemendur og 4 kennara. Þetta eru þátttakedur í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina Global Awareness in Action og þar er verið að vinna með það að við séum meðvituð um sjálfan okkur og hvernig okkur líður, að við séum meðvituð um aðra og séum meðvituð um umhverfi okkar til framtíðar.Hópurinn er búinn að koma víða við. Hann er búinn að gera ýmis verkefni í skólanum, fara í vettvangsferð um miðbæinn, Nauthólsvík og gönguferð um Búrfellsgjá.  Aðalferðin var svo um síðustu helgi þegar hópurinn fór í tveggja nátta ferð í Þórsmörk. Þar fóru þau meðal annars yfir Krossá og inn í Húsadal og þaðan í göngutúr upp á Valahnjúk. Fóru þau síðan inn í Bása þar sem þau gistu. Á laugardeginum var langur göngudagur þar sem farið var upp Strákagil, yfir Kattahryggina og upp að Heljarkambi þar sem þau borðuðu hádegismat. Tóku þau svo Hestagötur aftur í Bása, ótrúlega fallegt svæði. Mikil upplifun hjá öllum í hópnum og allir svo glaðir. Á sunnudeginum var svo kyrrðarganga í nágrenni Bása og svo var haldið heim á leið með viðkomu í Stakkholtsgjá og Seljalandsfossi. Dagskráin hjá hópnum heldur svo áfram í þessari viku og þá munu þau meðal annars fara Gullna hringinn og í Hellisheiðarvirkjun, fara á listasöfn og ganga upp í Reykjadal. Ómetanlegt tækifæri fyrir ungt fólk að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni og safna reynslu og minningum til framtíðar. Fleiri myndir úr Þórsmerkurferðinni má sjá á Facebook síðu skólans.