EFNA2AM05 - Efnafræði 1

Áfanginn er fyrsti áfangi í efnafræði á náttúrufræðibraut. Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er RAUN1LE05 áfanginn undanfari fyrir þennan. Hins vegar er efnafræðihluti RAUN1LE05 einnig hluti af EFNA2AM05 sem upprifjun. Því geta nemendur af náttúrufræðibrautum annarra skóla tekið EFNA2AM05 án þess að hafa farið í RAUN1LE05 treysti þeir sér til þess.

Í EFNA2AM05 læra nemendur um grunnhugtök efnafræðinnar, hugtakið mól og avogadrosar töluna. Farið verður í helstu efnahvörf þ.e. oxunar- afoxunarhvörf, sýru-, basahvörf og fellingarhvörf og í tengslum við þau læra nemendur um oxunartölur, pH gildið og leysnireglur. Þá verður farið í mólhlutföll í efnahvörfum. Nemendur læra um sterk og veik efnatengi og fá kynningu á VSEPR kerfið um þrívíða mynd sameinda. Tvær verklegar æfingar eru framkvæmdar í áfanganum en þær má framkvæma í eldhúsinu heima hjá ykkur.

Kennslugögn:

Chemistry 2e frá Openstax College – ókeypis á netinu (einnig er íslenskt efni í boði á moodle fyrir þá sem það kjósa frekar)

Námsmat:

35% verkefni á önninni og 65% lokapróf eða 60% verkefni á önninni og 40% lokapróf.
Hlutfall námsmats milli verkefna og lokaprófs fer eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
Lokaprófið er gagnapróf sem þýðir að hafa má með sér öll gögn í prófið.