EFNA3LE05 - Lífefnafræði

Lífefnafræði fjallar um efnin og efnahvörf í líkama okkar. Sem dæmi verður farið í hvernig líkaminn vinnur orku úr sykri og fitu og geymir hana á formi efnis sem heitir ATP. Einnig er skoðað hvernig uppbygging og niðurbrot prótína á sér stað í líkamanum. Nokkrar spennandi verklegar æfingar eru framkvæmdar í áfanganum.