ENSK2OB05 - Enska 2

Markmið áfangans er að efla menningarvitund nemenda á enskumælandi svæðum með því að þjálfa þá í að tjá sig um eigin samfélag og menningarheim á ensku. Einnig er það markmið áfangans að nemendur öðlist dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Þetta er jafnframt síðasti áfanginn þar sem markvisst er farið yfir málfræði. Nemendum verður gerð grein fyrir eigin raun-orðaforða í ensku og vinna þeir markvisst í að auka hann. Lesin eru ýmis bókmenntaverk.