HAGF3FR05 - Framhalds rekstrarhagfræði

Farið er yfir framboð, eftirspurn, teygni og nytjar. Teknar eru fyrir helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja og útreikninga þeim tengdum. Framleiðsluútreikningar eru kynntir ásamt aðferðum við útreikning á hagkvæmustu samsetningu í framleiðslu og eru þá notaðar einfaldar aðferðir við línuleg bestun, jafnmagns- og útgjaldalínur. Fjallað er um mismunandi markaðsform og verðmyndum hjá fyrirtækjum eftir því hvaða markaðsform þau falla undir.