ÍSAN3BÓ05 - 3. áfangi

Í áfanganum kynnast nemendur íslenskum miðaldabókmenntum og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur lesa eina Íslendingasögu í styttri, einfaldri útgáfu og kynnast ýmsum örðum verkum frá þessum tíma t.d. Snorra-Eddu, Völuspá, Hávamálum og Íslendingaþáttum. Samhliða því verður farið í ákveðin málfræðiatriði og nemendur þjálfaðir í stafsetningu, ritun og munnlegri tjáningu.