ÍSLE2GM05 - Málsaga, málfræði og goðafræði

Áfanginn er á 2. þrepi.

Í áfanganum kynnast nemendur höfuðþáttum í norrænni goðafræði, læra að þekkja helstu goð og hlutverk þeirra og kynnast sígildum goðsögnum í norrænni goðafræði. Nemendur fræðast um uppruna íslensku og skyldleika mála, læra um helstu breytingar íslensks máls frá öndverðu til okkar daga og kynnast íslenskri málstefnu. Enn fremur læra nemendur smásögur og lesa skáldsögu.

Námsmat: Skriflegt lokapróf, hlutapróf, verkefni og fyrirlestrar.

Námsgögn:

Tungutak: Málsaga handa framhaldsskólum Ásdís Arnalds o.fl. JPV, 2007
Edda Snorra Sturlusonar, Gunnar Skarphéðinsson tók saman. Iðnú, 2011
Randafluga : Úrval smásagna og ljóða. Forlagið, 2020