ITAL1AF05 - Ítalska - framhaldsáfangi

Áfanginn er framhaldsáfangi og er ITAL1AG05 æskilegur undanfari hans. Nemandi þarf að vinna mjög sjálfstætt og því þarf að temja sér öguð vinnubrögð þar sem námskeiðið er í fjarnámi. Ég hvet nemendur til að lesa vel allt það efni sem ég birti.

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Framburði, greinum og et. og ft. nafnorða
  • Geta notað forsetningar, þekkt helstu lýsingarorð og endingar þeirra, og beygt algengustu sagnir í nútíð, reglulegar og óreglulegar og notað passato prossimo

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Geta sagt til nafns og frá fjölskyldu. Geta sagt frá daglegum athöfnum og pantað mat á veitingahúsi, sagt frá atburðum í liðinni tíð. Pantað sér gistingu og skipulagt ferðalag. Þekki heiti á fatnað og geti verslað sér föt í verslunum.

 

Kennslugögn:

Al Dente 1 (er til í Pennanum í Kringlunni og Smáralind.

www.wordreference.com (til að beygja sagnir)

snara.is (orðabók á netinu)

Ítalski málfræðilykillinn

 

Námsmat

Verkefnin sem þið skilið inn 50%

Munnlegt próf (tekið á netinu) 10%

Lokapróf 40%

Tl að þreyta lokaprófið er lágmarkseinkunn 5.0