KFRT2KF05 - Kvikmyndafræði

Í áfanganum er stiklað á stóru í 100 ára þróun kvikmyndarinnar sem afþreyingarmiðils þar sem lögð er áhersla á þróun í frásagnarhætti miðilsins. Frá frumstæðri myndatöku handsnúinna svart hvíta myndbúta yfir í stafrænan samruna veruleika og sýndarveruleika nútímans. Þróun aðferða frá einföldum myndskeiðum yfir í samsetningu atburðarrásar á klippiborðinu er skoðuð sem og hljóðvinnsla, áhrifahljóð, lýsing, beiting myndavélar í frásögn yfir í ímyndaðan heim stafrænnar tækni. Nemendur horfa á kvikmyndir eða kvikmyndabúta sem eru vörður í þessari þróun. Nemendur lesa sér til um þróunina og leysa verkefni sem tengist þeim kvikmyndum sem þeir horfa á. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.