LAND2AU05 - Landafræði, auðlindir og maðurinn

Í áfanganum er farið yfir landafræði sem fræðigrein, landakort, tengsl mannsins við umhverfi sitt og nýtingu á auðlindum. Skoðað er hvernig umhverfið hefur áhrif á fólksfjölgun, auðlindir, borgarvæðingu, þróunarlönd, iðnríki, landbúnað, hafið, vatn, gróðurbelti og fleira.

Námsmat: 12% krossapróf á netinu, 38% verkefni og 50% lokapróf (ekki á netinu)

Kennslugögn: Landafræði: Maðurinn, auðlindirnar, umhverfið