LOKA2FV03 - Lokaáfangi bóknámsbrauta

Áfanginn er ætlaður nemendum á þeirri önn sem þeir útskrifast. Í áfanganum fræðast nemendur um ýmislegt sem mikilvægt er að hafa þekkingu á við þessi tímamót. Þá má helst nefna kynningar á framhaldsnámi innanlands og erlendis, réttindum og skyldum á vinnumarkaði, fjármálafræðslu, gerð ferilskrár og þekkingu á eigin styrkleikum. Að auki á áfanginn að vera vettvangur fyrir nemendur til þess að kynnast hópnum sem er að útskrifast saman og vinna þau saman að því að undirbúa dimmission við lok annar.

Nemendur skrifa stutta samantekt á því sem þeir lærðu í áfanganum og um skólagöngu sína.