RAFÍ2SM03 - Rafíþróttir: Störf og mót

Nemendur spila rafíþróttaleiki yfir önnina og æfa sig í völdum leikjum sem einstaklingar og sem liðsheild. Fjallað er um fjölbreytta starfsmöguleika innan rafíþrótta. Nemendur taka þátt í eða undirbúa tölvuleikjamót á önninni. Nemendur sem taka þátt í FRÍS eða öðrum sambærilegum rafíþróttamótum fyrir hönd skólans geta fengið þá vinnu metna í þessum áfanga.