RAUN1LE05 - Grunnáfangi í raungreinum

Áfanginn er grunnáfangi í efnafræði og líffræði. Í fyrri hluta áfangans er farið í helstu grunnhugtök efnafræðinnar eins og atóm, frumefni, sameindir og efnasambönd. Nemendur læra um lotukerfið og mismunandi eiginleika frumefnanna og kynnast því hvernig atóm tengjast og mynda ýmiskonar efnasambönd. Í seinni hluta áfangans kynnast nemendur helstu flokkum lífrænna efna og læra um frumuöndun og ljóstillífun. Farið verður í frumulíffræði, skoðuð helstu líffæri fruma og mismunur milli plöntu- og dýrafruma. Grunnatriði Mendelskrar erfðafræði verður skoðuð og erfðir blóðflokka, einnig kyntengdar- og kynháðar erfðir.