SÁLF2UM05 - Uppeldis- og menntunarfræði

Áfanginn hentar til dæmis þeim sem hafa hug á því að fara í kennaranám eða vinna við umönnun barna að einhverju leyti. Í áfanganum kynnast nemendur sögu uppeldisfræðinnar og helstu fræðimönnum í gegnum tíðina og hvernig uppeldisfræðin hefur nýst í uppeldi og menntun. Nemendur kynnast mismunandi kenningum um þroskaferil barna og áhrifaþáttum á sjálfsmynd þeirra. Fjallað verður um uppbyggilegar samskiptaaðferðir við börn eins og ég-boð og virka hlustun.