SIÐF2SF05 - Siðfræði heilbrigðisstétta

Í þessum áfanga er lögð áhersla á þá hugmyndafræði og gildi sem liggja samskiptum fagfólks og sjúklinga til grundvallar. Farið er í ýmis hugtök úr siðfræði heilbrigðisþjónustu eins og sjálfræði, velferð, faglegt forræði auk skyldna fagfólks og réttinda sjúklinga. Fjallað er um siðferði rannsókna á fólki og hugmyndir um réttláta heilbrigðisþjónustu.