STÆR3FD05 - Föll, markgildi og deildun

Þriðji stærðfræðiáfangi á Náttúrufræðibraut og Viðskipta-og Hagfræðibraut.

Efnisatriði: Veldi, grunntalan e og vísisföll og lograr.
Föll, vaxtarhraði, afleiður margliðna, ræðra falla, margfeldis falla og vísisfalla. Markgildi. Afleiður og gröf falla. Afleiða hornafalla. Keðjureglan.

Kennslugögn: Stærðfræði 3000, föll markgildi og deildun (403). Höfundar: Lars-Eric Björk og Hans Brolin.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4,5
Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru ekki reiknaðar inn í lokaeinkunn nema nemandinn hafi staðist lokapróf og gilda þá einungis til hækkunar á lokaeinkunn. Gagnvirkar æfingar gilda þá 30% og lokaprófið 70%
Að öðrum kosti gildir lokaprófið 100%