STAF3ÞJ27 - Starfsþjálfun á stofnun

Nemandi starfar á deild á launum í framhaldi af vinnustaðanámi. Áfanginn skiptist í tvennt, fylgir vinnustaðanámsáföngum. Launað, 80 vaktir alls. Nemandi sækir sjálfur um pláss í starfsþjálfun. Við lok námsins í áfanganum skal nemandi búa yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til þess að vinna hjúkrunar- og umönnunarstörf á faglegan hátt.