ÞTÆK3ÞF05 - Þjónustutæknir – starfið

Í áfanganum er fjallað um flesta þætti er snúa að starfi þjónustutækna, svo sem blóðeiningar, rétta meðferð, geymslu, rekjanleika og áhættuatriði við meðhöndlun blóðhluta. Rannsóknarsýni, súrefnishylki, meðhöndlun spilliefna og sóttmengaðs úrgangs, rúmaþjónusta, línpantanir og öryggi starfsmanna er einnig til umfjöllunar. Ásamt meðhöndlun matvæla og lyfja auk réttra handtaka og siðferðilegra málefna við líkflutning.

Í boði: eftir þörfum nemenda á þjónustutæknibraut í samvinnu við skóla og vinnustað.