TÖHÖ2LH05 - Leikjahönnun

Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að þróa sína eigin leikjahugmynd. Kennt er á grunninn í völdu myndvinnsluforriti (GIMP eða Photoshop) og hvernig það kemur að gagni við gerð tölvuleikja. Einnig er kennt á leikjavél (Clickteam Fusion 2.5) sem nemendur nota til að búa til einfalda tölvuleiki og prótótýpur. Farið er yfir valin atriði sem tengjast tölvuleikjagerð og leikjahönnun.

Þetta er símatsáfangi. Fyrri hluti annar samanstendur af nokkrum minni verkefnum og seinni hlutinn fer að mestu í lokaverkefni nemenda, í því eiga nemendur að þróa leikjahugmynd og setja saman prótótýpu sem byggir á þeirra leikahugmynd. Nemendur fá þjálfun við að nota gervigreind í hugmyndavinnu.

Athugið að ekki er gerð krafa um kunnáttu í forritun. Áfanginn getur einnig gagnast þeim sem vilja skoða möguleika gagnvirkni í listgreinum.