TÖLL2YS05 - Tölvuleikir: Yndisspilun

Í áfanganum spila nemendur tölvuleiki sér til ánægju og yndisauka. Nokkur þemu eru tekin fyrir yfir önnina sem eiga að kynna nemendum fyrir fjölbreyttri flóru tölvuleikja. Meðal annars eru tölvuleikir spilaðir sem sýna hvernig tölvuleikir eru notaðir sem frásagnarform, sem listform, sem afþreying, sem keppnisgrein og sem gagnvirkur miðill.

Yndisspilun er símatsáfangi þar sem nemendur spila tölvuleiki í kennslutíma og vinna verkefni út frá þeim. Lögð er áhersla á fjölbreytt verkefnaskil og sjálfstæð vinnubrögð.