UMHV2SJ05 - Umhverfisfræði

Í umhverfisfræði er fjallað um umhverfismál á breiðum grunni. Nemendur læra ýmis hugtök tengd umhverfisfræði og kynnast þeim umhverfisvandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Lögð er áhersla á að nemendur geti túlkað gögn sem tengjast umhverfismálum á gagnrýninn hátt og tekið virkan þátt í umræðum um umhverfisfræðitengd málefni.